Eins og flestum er kunnugt skiptir notendasamfélagið gríðarlega miklu máli fyrir vef eins og Kvikmyndir.is og viljum við aðeins krydda upp á þátttöku utanaðkomandi aðila hjá okkur. Stjórnendur síðunnar, gagrýnandi eða aðrir fréttamenn hafa hingað til sagt sínar skoðanir að megninu til en okkur langar til að breyta þessu aðeins og bæta við föstum lið sem fer í prufukeyrslu strax á fimmtudaginn: Notenda-tían.
Þessi liður lýsir sér einfaldlega þannig að notendur búa til sína eigin topp 10 lista, senda þá svo á netfangið tommi@kvikmyndir.is og í hverri viku vel ég einn og birti á forsíðuna. Umræddur listi má vera um bókstaflega hvað sem er, allt frá bestu kvikmyndatónlist til minnisstæðustu nektarsenanna í Hollywood-myndum. Frelsið er í ykkar höndum, og ef pistillinn/listinn ykkar verður valinn sér ritstjóri síðunnar um að stilla honum vel upp og myndskreyta hann.
Þá er bara um að gera að finna eitthvað sniðugt. Stefnum að því að fyrsta Notenda-tían verði komin upp á fimmtudaginn.
Hvernig líst ykkur á?

