Hefur hannað bíóplaköt í 60 ár – vídeó

Það er ekki oft sem hönnuðir bíóplakata komast í sviðsljósið, en í The Hollywood Reporter er fjallað um einn frægan plakatahönnuð, Bill Gold, en hann er orðinn 90 ára gamall. Bill hefur hannað plaköt fyrir bíómyndir í sextíu ár, og hannaði plakötin fyrir stórmyndir eins og Casablanca, My Fair Lady, Woodstock og allar Clint Eastwood myndirnar, allt frá Dirty Harry að Mystic River. Þá vann hann með Alfred Hitchcock og Stanley Kubrick, m.a.
Nýlega kom út bók um verk hans, þar sem öll hans plaköt eru birt. Bókin heitir Bill Gold Posterworks og er gefin út af Reel Art Press í London.

Í vídeóinu hér að neðan er rætt um verk Golds.