Spike Lee í boxhringinn með Tyson

Kapalsjónvarpsstöðin HBO hefur ákveðið að framleiða prufuþátt af sjónvarpsþáttunum Da Brick, sem eru lauslega byggðir á fyrstu árum hnefaleikameistarans Mike Tysons í boxhringnum.
Spike Lee á að leikstýra og John Ridley á að skrifa handrit og framleiða.
Þættirnir eiga að gerast í Newark í New Jersey sem er oft kölluð „Brick City,“ eða múrsteinaborgin.

Þættirnir eru enn eitt verkefnið í Hollywood þar sem Tyson kemur við sögu. Hann kom fram í gestahlutverki í Hangover og einnig er hann með dýraþætti á Animal Planet sem heita Taking on Tyson. Þá kom tyson fram í gestahlutverki í HBO þáttunum Entourage síðasta vetur, en þeir þættir eru lauslega byggðir á fyrstu árum kvikmyndaleikarans Mark Wahlberg í Hollywood.

Kíkið á Mike Tyson í Taking on Tyson þar sem hann er að rækta keppnisdúfur.