Summit Entertainment kvikmyndafyrirtækið hefur gefið út nýja sjónvarpsauglýsingu/trailer fyrir mynd Paul W.S. Anderson, The Three Musketeers, en myndin verður frumsýnd í 3D og 2D, 21. október nk.
Miðað við auglýsinguna þá er búið að gefa sögunni sömu ævintýra – hasarmyndameðferð og Sherlock Holmes hefur til dæmis fengið í nýju myndunum með Robert Downey Jr.
Í myndinni leika þau Logan Lerman, Milla Jovovich, Matthew Macfadyen, Ray Stevenson, Luke Evans, Mads Mikkelsen, Gabriella Wilde, Juno Temple, Orlando Bloom og Christoph Waltz.
Smellið hér til að skoða vídeóið á síðu myndarinnar.

