Skilar Óskarinn peningum í kassann?

Hvaða áhrif hafa Óskarstilnefningar og Óskarsverðlaun á afkomu þeirra mynda sem í hlut eiga. Í grein í vefútgáfu kanadíska blaðsins The Globe and Mail, er þessari spurningu velt upp. Þar er bent á að kvikmyndaframleiðendur leggja oft mikið á sig til að auka líkurnar á að fá tilnefningu. Í greininni er vísað í blogg kvikmyndagagnrýnandans Brians Johnsons, þar sem hann vísar í tölvupóst frá kvikmyndaframleiðandanum Robert Lantos: „Ekkert á Óskarnum gerist af tilviljun,“ skrifar Lantos. „Mikil vinna var lögð í að fá Óskarstilnefningu Adrian Morot´s, sem hann átti algjörlega skilda, fyrir förðun í myndinni Barney´s Version. Flogið var sérstaklega með hann til Los Angeles í desember sl. vegna sérstakrar sýningar og spurninga á eftir, með meðlimum Óskarsakademíunnar. Þetta var svo endurtekið fyrir tveimur vikum til að kynna myndina fyrir förðunar – bransanum. Teknar voru upp auglýsingar til að styðja við hans hlut í myndinni, og kynningarfulltrúinn okkar í Los Angeles skipulagði viðtöl í sérblöðum förðunariðnaðarins. Þessi lobbýismi ( hagsmunagæsla ) hefur verið stöðugt í gangi síðan í nóvember.“

Í fréttinni er því síðan velt upp hvort að allt þetta streð borgi sig, og niðurstaðan er sú í grófum dráttum, að jú, þetta borgi sig, en kannski ekki alltaf eins vel og maður heldur fyrirfram.

„Í einni rannsókn sem gerð var árið 2001 af Randy Nelson í Colby College, var niðurstaðan sú að kvikmyndir, sem fá stórar tilnefningar -besta mynd, besti leikari og besta leikkona – högnuðust að meðaltali 7,8 milljónum Bandaríkjadala meira, á þeim tíma, og sigur myndi síðan skila 16 milljónum dala til viðbótar.
Þessar tölur passa við grein í Slate.com frá árinu 2009 þar sem farið var í saumana á innkomu í kvikmyndahúsum fjögur ár aftur í tímann, þar sem bornar voru saman myndir sem fengu tilnefningu við myndir sem höfðu verið nefndar sem líklegar til að hljóta tilnefningu, en fengu hana ekki. Slate reiknaði út að tilnefndar myndir höluðu inn, að meðaltali, 6,6 milljón Bandaríkjadölum meira í miðasölunni, en hinar sem náðu ekki tilnefningu, en höfðu verið taldar líklegar,“ segir í grein The Globe and Mail.

Greinin í The Globe and Mail er í heild sinni hérna.