Viltu vinna Harry Potter gjafakörfu?

Ég efa að það fari framhjá fólki að nóvembermánuðurinn í ár sé algjör Harry Potter þemamánuður hjá okkur, og einhvern veginn held ég því sterklega fram að júlímánuðurinn á næsta ári muni vera svipaður, ef ekki mun stærri.

Eins og þið vitið þá munum við forsýna Harry Potter and the Deathly Hallows Part 1 núna á fimmtudaginn næsta (meira um það hér), en til þess að gera vikuna ennþá meira spennandi ætla ég að vera með frekar netta Potter-tengda getraun sem fókusar einungis á myndirnar og ykkar álit á þeim, en í verðlaun er heilt bílhlass af góðu stöffi. Einu leiðindin eru þau að það getur aðeins einn tekið þessa mikilfenglegu Potter-gjafakörfu með sér heim.

Innihald pakkans á að vera svolítið dularfullt en svo maður gefi eitthvað upp þá er þarna að finna Deathly Hallows-bókina, ýmis HP-plaköt, DVD myndir, varninga og ýmislegt fl.

Það sem þið eigið að gera til að eiga séns á þessum pakka er að kommenta hér fyrir neðan og raða upp HP-myndunum eftir gæðum, þar sem sú besta er augljóslega nefnd efst. Einnig þarf að fylgja stuttur texti með bestu og verstu myndinni. Smá svona rökstuðningur og útskýring af hverju myndirnar eru í þessu jákvæða/neikvæða áliti hjá ykkur.

Þið látið síðan netfang fylgja með kommentinu ykkar. Ef þið treystið ykkur ekki til að gefa það upp hér á opnu vefsvæði þá getið þið alltaf sent mér listana ykkar á tommi@kvikmyndir.is. Hitt er samt auðvitað mun skemmtilegra. Ég dreg svo einn notanda af handahófi á fimmtudagsmorgunninn.

Gangi ykkur vel.

T.V.

(ath. gjafakarfan lítur ekki út eins og ljósmyndin efst. En hún er engu að síður glæsileg)