Íslendingar flykktust á nýjustu grínmynd Jim Carrey, Yes Man um jólin samkvæmt fréttatilkynningu frá SAM bíóunum.
Myndin sem
leggur áherslu á jákvætt viðmót virðist hafa höfðað einkar vel til
landsmanna
enda bar myndin höfuð og herðar yfir aðrar jólamyndir skv.
aðsóknarlista SMÁÍS. Tæplega 12.000 manns eða 40% af bíógestum sögðu já
við myndinni um jólahelgina, þrátt fyrir að 4 aðrar myndir hafi verið
frumsýndar á sama
degi.
Yes Man sem státar af grínleikaranum Jim Carrey í aðalhlutverki er orðin stærsta opnunarmynd
leikarans fyrr og síðar á Íslandi, samkvæmt tilkynningunni, þrátt fyrir að aðrar myndir hafi gert það
gott í gegnum tíðina sbr. Liar Liar, Bruce Almighty og Dumb and Dumber. „Segja má að Jim Carrey hafi tekist að koma íslenskum bíómarkaði í sannkallað
jólaskap enda fór markaðurinn upp um heil 220% frá síðustu viku.
Það er því klárt að Íslendingar segja Já við Jim Carrey og nýjustu
jólamyndinni hans, Yes Man,“ segir að lokum í tilkynningu SAM bíóanna.

