Vefsíðan HitFX náði á dögunum í Darren Aronofsky, en hann mun leikstýra næstu mynd um stökkbreyttu ofurhetjuna Wolverine. Aronofsky, sem leikstýrði The Wrestler, lét það frá sér að titill myndarinnar verði einfaldlega The Wolverine.
X-Men Origins: Wolverine kom í bíóhús á seinasta ári og hlaut misgóða dóma, en Aronofsky segir að The Wolverine muni verða sjálfstætt framhald og koma fyrri myndinni lítið við.
Í The Wolverine ferðast Logan til Japans í leit að upplýsingum um fortíð sína. Þar verður hann ástfanginn af dóttur voldugs glæpamanns og lendir í miðjur klíkustríði. Hugh Jackman snýr að sjálfsögðu aftur í hlutverk Logans, en tökur hefjast í mars á næsta ári.
B.D.S