Eftir að hafa verið nær allan sinn ferill í hrollvekjugeiranum, þá hefur Eli Roth nú skipt um gír, með spennutryllinum Death Wish, sem er endurgerð á samnefndri kvikmynd frá árinu 1974.
Handrit myndarinnar skrifar Joe Carnahan og með aðalhlutverkið fer enginn annar en hasarstjarnan Bruce Willis.
„Við vildum fá hinn frábæra, sígilda Bruce Willis aftur, sem við þekkjum öll og elskum, og gera skemmtilega, grjótharða endurgerð,“ sagði Roth við Yahoo! Movies. „Ég vildi lyfta Willis upp á sama stall og hann var á þegar hann lék í The Fifth Element, Unbreakable og Die Hard, og láta hann skila jafn miklu stórvirki, og ég held að hann hafi gert það. Ég meina, ég held að þetta gæti orðið hans Taken. Það er svo gaman að fylgjast með honum missa stjórn á sér, og sjá siðferðismörkin hliðrast til.“
Aðrir helstu leikarar eru Vincent D’Onofrio, Elisabeth Shue, Camila Morrone, Dean Norris og Kimberly Elise.
Söguþráðurinn er þessi: Dr. Paul Kersey er skurðlæknir sem sem verður vitni að ofbeldinu í Chicago í gegnum fórnarlömbin sem koma til hans á spítalann – eða þar til ráðist er hrottalega á eiginkonu hans og dóttur. Lögreglan er störfum hlaðin, og Paul er í hefndarhug, og ákveður að taka lögin í sínar eigin hendur og elta uppi árásarmennina. Eftir því sem líkin hrannast upp fara menn að velta fyrir sér hvort að þessi sjálfskipaði löggæslumaður er verndarengill eða hefndarengill.
Myndin kemur í bíó í Bandaríkjunum 22. nóvember árið 2017.
Sjáðu fyrstu stiklu og plakat þar fyrir neðan: