Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Fifth Element 1997

(Le cinquième élément)

Frumsýnd: 13. júní 1997

Time is not important, only life is important

126 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 71% Critics
The Movies database einkunn 52
/100
Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir hljóðbrellur. Vann Bafta verðlaun fyrir tæknibrellur. Vann Cesar verðlaun fyrir kvikmyndatöku, leikstjórn og framleiðslu.

The Fifth Element er framtíðarmynd sem gerist árið 2263. Hún segir frá aðstæðum sem koma upp þegar staða himintunglanna hefur opnað hlið hins illa og hið illa stefnir á jörðina til að tortíma henni, breyta ljósi í myrkur og lífi í dauða að eilífu. Eina von jarðarinnar er fólgin í fimmta frumefninu sem er hin fullkomna vera, nefnd Leeloo. Hún ein getur... Lesa meira

The Fifth Element er framtíðarmynd sem gerist árið 2263. Hún segir frá aðstæðum sem koma upp þegar staða himintunglanna hefur opnað hlið hins illa og hið illa stefnir á jörðina til að tortíma henni, breyta ljósi í myrkur og lífi í dauða að eilífu. Eina von jarðarinnar er fólgin í fimmta frumefninu sem er hin fullkomna vera, nefnd Leeloo. Hún ein getur stöðvað hið illa með því að sameinast frumefnunum fjórum og sent þannig hið magnaða sköpunarljós gegn hinu illa. Frumefnin fjögur eru varðveitt í fjórum steinum sem nauðsynlegir eru fyrir sköpunarljósið en margir eru á höttunum eftir þeim. Fimmta frumefnið og útsendari ríkisstjórnarinnar, Korben vilja ná steinunum til að bjarga heiminum, en hefnigjarnar geimverur og illmennið Zorg sem er handbendi hins illa á jörðu reyna að komast yfir steinana vegna mikilvægis þeirra. Uppgjörið á sér stað á plánetunni Paradís.... minna

Aðalleikarar


The Fifth Element er meiriháttar mynd. Hún er virkilega flott gerð, mjög spennandi allan tímann, útlit hennar er mjög flott og framtíðarlegt. Leikstjórn Luc Besson mjög góð, svo er handrit hans og sagan sem hann býr til fyrir myndina brilliant og frumleg. Tæknibrellur myndarinnar eru mjög góðar og flott gerðar. Og svo eru stórleikarar í hverju hlutverki. Eins og Bruce Willis, Milla Jovovich, Ian Holm, Chris Tucker og Gary Oldman og skila þau öll hlutverkum sínum vel frá sér. Mjög góð mynd og vel þess virði að fá fullt hús. Með betri verkum hans með Leon.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Alveg með ólíkindum hvað fólk er jákvætt út í þessa mynd. Persónulega fannst mér hún vægast sagt mjög léleg. Hinir mistæku leikarar Gary Oldman og Bruce Willis koma þó með þokkalega frammistöðu hér og bjarga myndinni frá algjöru falli en Milla Jovovich er ekki alveg að meika það og Chris Tucker er alveg óþolandi sem einhver hommalegur útvarpsmaður. Ég verð þó að gefa myndinni heila stjörnu út af þeim Bruce og Gary sem standa sig alls ekki svo illa eins og áður sagði. En þetta er klúður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Afskaplega fyndin mynd, þá meina ég að hún gerir grín að sjálfum sér. Allar bardagasenurnar eru of-gerðar þannig að allt það óhugsandi gerist eins og það hefur gerst á hverjum degi. Þetta er skondin Frönsk mynd en hefur marga góða hluti eins og góða leikara og gott handrit. Ég man að ég sá hana í bíó 13. júní 1997 fyrir nærrum 7 árum síðan því þá voru nokkrir dagar þangað til ég yrði 10 ára. Ég man hvað ég dýrkaði myndina mikið og mér finnst hún en bara rosalega góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd hefur allt sem góð mynd þarf að hafa, sem sagt: góða leikara, góðann söguþráð, blöndu af spennu, gaman og drama, en síðast en ekki síst tónlist, sem gefur myndinni sinn eiginn persónuleika/sjarma. Hin hæfileikaríki leikstjóri, Luc Besson, veifar svo sínum kraftmikla töfrasprota og gerir myndina að stórkostlegri skemmtun fyrir alla (þó sérstaklega fyrir Sci-Fi nörda). Þetta er svo sannarlega mynd sem ekkert mannsbarn má missa af. Ein af mínum allra uppáhalds.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er frábær. Hún fjallar um árás á jörðina í framtíðinni. Spenna hasar og góður endir. Þetta er ein af bestu myndum sem ég hef séð. Hún höfðar einmitt til þeirra sem að finnst gaman af góðum hasarmyndum sem gerast í framtíðinni, en ekki endilega í geimnum. Bruce Willis fer á kostum. Flott að sjá þessa mynd í bíó eða á spólu. Hún er einmitt til þess að hafa í unglingsafmæli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn