Wahlborgarar stækka

Það er nóg að gera hjá Wahlberg fjölskyldunni, en hamborgarakeðjan hennar, Wahlburgers, sem stofnuð var af bræðrunum, kvikmyndastjörnunni Mark Wahlberg og Paul og Donnie Wahlberg, sem einnig hefur gert það gott í sjónvarpi og kvikmyndum, hefur ákveðið að færa út kvíarnar og opna stað í Kanada.

wahlburger-ad-1314376400

Bræðurnir keyptu hamborgarakeðjuna árið 2011 eins og við sögðum frá hér á sínum tíma á kvikmyndir.is, og breyttu nafni hennar í Wahlburgers, en áður hét keðjan Tom Wahl´s og var með hamborgara á matseðlinum sem hét Wahlburger.

Nýi staðurinn verður staðsettur í Metropolitan hótelinu í Soho í Toronto, og opnar snemma á næsta ári.  Upprunalegi Wahlburger staðurinn er í Hingham í Massachusetts, en yfirkokkur er Paul Wahlberg, einn bræðranna.

Auk þess að reka Wahlburgers þá hefur fjölskyldan einnig gert raunveruleikaþætti á veitingastað sínum.

Í skoðun er opnun staða í Boston og nágrenni.

Á matseðlinum eru dæmigerðir bandarískir hamborgarar og matur sem var í uppáhaldi hjá Wahlberg fjölskyldunni þegar þeir bræður voru strákar, þar á meðal uppáhald Donnie, BBQ Beikon borgari, og þakkargjörðarborgari Marks, sem er búinn til úr kalkún.

Nú er bara að sjá hvort að Baltasar Kormákur geti ekki platað Mark til að opna stað á Íslandi næst!