Vörubílstjóri í vanda

Dwayne Johnson, The Rock, fer beint á topp nýjasta íslenska DVD/Blu-ray listans í mynd sinni Snitch, en þar leikur Johnson vörubílstjóra sem býðst til að fara í fangelsi fyrir son sinn til að freista þess að koma sér inn í innsta hring eiturlyfjasala og afla lögreglu gagna og sannana.

snitch

Í öðru sæti listans er gamanmyndin This is 40 og í þriðja sæti spennumyndin Broken City. 

Í fjórða sætinu er spennumyndin Flight með Denzel Washington í aðalhlutverkinu og í fimmta sæti A Good Day to Die Hard með Bruce Willis í gamalkunnu hlutverki.

Smelltu hér til að skoða nýlegar og væntanlegar myndir á DVD og Blu-ray. 

Smelltu hér til að lesa DVD hluta Mynda mánaðarins. 

Sjáðu lista 20 vinsælustu DVD/Blu-ray mynda á landinu í dag hér að neðan. Listinn er settur saman af hreyfingum á leigumyndum á vídeóleigum.

listi islenski