Á mánudaginn/morgun verður haldin almenn forsýning á It’s Complicated og ég ætla að gefa nokkrum heppnum aðilum miða á hana. Um er að ræða gamanmynd þar sem þau Meryl Streep, Alec Baldwin og Steve Martin fara
með helstu hlutverk. Myndin var tilnefnd til Golden Globe-verðluna sem
besta mynd í flokki gamanmynda og söngleikja. Handritið fékk einnig
tilnefningu.
*ATH. Sýngin sem átti að vera í dag í Laugarásbíói féll niður! Í staðinn verða gefnir almennir miðar á morgun.
Ef þú hefur áhuga að sjá þessa mynd núna á morgun/mánudaginn, þá máttu senda mér póst á tommi@kvikmyndir.is.
Engar spes leiðbeiningar. Það nægir bara að segja að þú
viljir sjá myndina (sem ég vænti þess að þú gerir, fyrst þú sækist
eftir miðum – nema þú viljir koma foreldrum eða tengdó á óvart), og
kannski af hverju.
Þeir sem fá miða verða dregnir út í kringum miðnætti í kvöld. Vinningshafar verða settir á spes gestalista og fá þeir svo miðana sína afhenda í miðasölunni.
Annars verður einnig hægt að kaupa miða á þessa sýningu. Ég minni aftur á fjórðu „getraunina“ á morgun, en þá verður hægt að fá miða sem gilda á hvaða sýningu sem er.

