Villibráð á toppnum með 33 milljónir

Aðra vikuna í röð er íslenska kvikmyndin Villibráð á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Staða þriggja efstu mynda er annars óbreytt frá síðustu viku því Avatar: The Way of Water er í öðru sæti og Puss in Boots: The Last Wish í því þriðja. Nýju myndirnar M3gan, Shotgun Wedding, Plane, The Banshees of Inisherin og Speak no Evil koma í humátt á eftir í 4., 6., 7., 8., og 11. sæti.

Glatt á hjalla í partýinu.

Avatar: The Way of Water nálgast 100 mkr.

Heildartekjur Villibráðar eftir tvær sýningarhelgar eru nú komnar í 33 milljónir króna en Avatar nálgast 100 milljóna markið og er komin í 97,5 milljónir króna.

Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistans hér fyrir neðan í heild sinni: