Vilja verri yfirmann

Horrible-Bosses-Film-Still-Colin-FarrellColin Farrell var klárlega versti yfirmaðurinn í gamanmyndinni Horrible Bosses, eða Skelfilegir yfirmenn í lauslegri íslenskri þýðingu, en framleiðslufyrirtækið New Line ætlar að reyna að toppa hann í framhaldsmyndinni sem er í vinnslu.

Deadline segir að sögusagnir séu um að sjálfur Kirk skipstjóri úr Star Trek, Chris Pine öðru nafni, og tvöfaldi Óskarsverðlaunahafinn Christoph Waltz, séu nefndir í því samhengi, og að þeir muni leika feðga sem myndi óárennilegt stjórnendateymi.

Heimildir Deadline herma reyndar að Waltz sé ekki laus en Pine komi vel til greina.

Sean Anders leikstýrir framhaldsmyndinni og Jason Sudeikis, Jason Bateman og Charlie Day mæta allir aftur til leiks sem hinir þjáðu undirmenn.

Frumsýning er áætluð í kringum þakkargjörðarhátíðina í Bandaríkjunum haustið 2014.