Leikstjóranum Matthew Vaughn finnst greinilega ansi gaman af ofurhetjum, en næsta verkefnið sem hann mun taka að sér er myndin Golden Age. Vaughn, sem leikstýrði Kick-Ass og hinni væntanlegu X-Men: First Class, hefur tryggt sér kvikmyndaréttinn á samnefndri myndasögu eftir spjallþáttastjórnandann Jonathan Ross, en myndasagan hefur ekki enn verið gefin út.
Golden Age fjallar um elliheimili þar sem ofurhetjur setjast í helgan stein. Þrjár fyrrum ofurhetjar njóta lífs á eftirlaunum en einn daginn þurfa þeir að hjálpa barnabörnum sínum, þegar foreldrum þeirra tekst að klúðra málunum og stefna öllum heiminum í hættu. Vaughn vonast til að fá Clint Eastwood, Jack Nicholson og Warren Beatty í aðalhlutverkin.
„Ef maður horfir á The Expendables og Red sér maður að eldri leikarar eru ekki dauðir úr öllum æðum. Þegar leikarar komast á vissan aldur fá þeir ekkert nema aukahlutverk. Ég vil leyfa þeim að skemmta sér almennilega.“ sagðir Vaughn.
– Bjarki Dagur