Úr erótík í konung?

dornan 2Bíómyndin um Arthúr konung, sem frumsýna á árið 2016 er óðum að taka á sig mynd undir stjórn leikstjórans Guy Ritchie. Myndin á að verða sú fyrsta í þríleik, og því er lykilatriði fyrir framleiðendur að ráða frábæran leikara í titilhlutverkið, sem er allt í seinn aðlaðandi, karlmannlegur og valdsmannslegur.

Breska dagblaðið The Sun segir að Fifty Shades of Grey aðallleikarinn Jamie Dornan, sem leikur þar auðjöfur sem stundar BDSM kynlíf, sé efstur á óskalista Ritchie til að leika konunginn. Heimildir blaðsins herma að leikarinn hafi sjálfur lýst yfir áhuga á hlutverkinu.

Þó er enn óvíst hvort að það blandist vel saman að leika í báðum myndum, sérstaklega ef til dæmis kæmi til þess að gerðar verði framhaldsmyndir af þeim báðum.