Eins og þið vitið öll, þá verðum við með tvær forsýningar næstu helgi. Ef þið heimsækið þennan vef þá ættu þær ekki að hafa farið framhjá ykkur því við erum búnir að vera að kynna þær í tætlur.
Hins vegar datt mér í hug að fylla í nokkrar eyður með að minnast aðeins á það hvernig þessar sýningar munu ganga fyrir sig. Ég hef fengið haug af tölvupóstum þannig að mér datt í hug að það gæti verið sniðugra að segja eins mikið og ég get hér á fréttasvæðinu, og þá í stuttum málum. Sumt af þessu hefur komið fram áður, en betra er að hafa allar þessar upplýsingar á einum stað til öryggis.
– Scott Pilgrim verður sýnd á næsta föstudag á miðnætti, The Expendables sólarhring síðar (það voru einhverjir sem héldu – af einhverjum ástæðum – að sýningarnar væru á þessari helgi)
– Það er nóg af miðum eftir á báðar sýningar.
– Þú getur keypt miða núna ef þú hefur kreditkort (smelltu hér). Þú getur líka haft beint samband við mig (tommi@kvikmyndir.is) og borgað í gegnum heimabanka. Allir sem borga í gegnum netið fara á lista hjá okkur og þurfa þar af leiðandi bara að mæta á sýninguna/sýningarnar og fá bíómiðana við innganginn.
– Það er líka hægt að biðja um að taka frá x marga miða. En svo munum við líka selja slatta af miðum í bíóinu sjálfu klukkutíma fyrir báðar sýningar. Við tökum frá ákveðið magn svo menn geta pottþétt keypt sér.
– ATH. Þeir sem borga miðana sína á netinu, hvort sem það er í gegnum Selt.is eða heimabanka, eru að spara sér mikið vesen rétt fyrir sýningu. Þeir komast semsagt hraðar inn í sal og þurfa ekki að bíða í jafnlangri biðröð og þeir sem kaupa á staðnum.
– Allir fráteknir miðar verða seldir ef fólk er ekki mætt 10 mínútur fyrir sýningu. Þetta er gert svo það sé ekki mikið af auðum sætum, og svo aðrir gætu þá fengið miða.
– Við reiknum með því að hefja fjörið eins tímanlega og við getum.
– Báðar sýningar eru hlélausar.
– Við dyrnar fá allir bíómiða til að geyma á sér. Það verður stuttur leikur á undan þar sem ákveðnir gætu unnið annaðhvort plakat, boli eða húfu. Svo verður einn miðinn spes merktur, og manneskjan sem fær hann mun fara heim með allt Scott Pilgrim bókasettið (þær eru 6).
– Sambærilegur „leikur“ verður á undan Expendables.
– Dómur um Expendables verður birtur á föstudeginum. Þessi spurning hefur víst komið upp fáránlega oft.
Ef það verður eitthvað vesen þá verð ég á staðnum. Vonast til að sjá sem flesta. Ekki hika við að spyrja ef ykkur vantar að vita meira.
T.V.



