Tvær gamlar íslenskar kvikmyndir á DVD

DVD diskar ruddu sér til rúms fyrir 10 árum en þó eru flestar íslenskar myndir ófáanlegar á því sniði. Ég man að Sódóma Reykjavík var ein af fyrstu myndunum til að vera gefnar út á DVD. Hún var töluvert dýr, en það var líka mikið af aukaefni með henni, til dæmis commentary (frásögn) og sagt frá gerð myndarinnar. Eftir það hafa gamlar myndir aðalega fengið gerilsneidda útgáfu þar sem aðeins myndin er sýnd en ekkert auka efni.

Hrafn Gunnlaugsson mætir hins vegar sterkur til leiks og hafa myndir hans verið auðugar af aukaefni. Þá var það fyrst Hrafninn flýgur sem hann gaf út og hefur hún verið fáanlegur í bókabúðum og túristastöðum um land allt. Fyrir þá útgáfu var allt mögulegt aukaefni saman tekið og sett á veglega DVD útgáfu.

Nú hefur Hrafn bætt tvem ágætis myndum við, það er Óðal feðranna (fyrsta myndin hans) og Embla (directors cut af Hvíti víkingurinn). Báðar útgáfurnar voru gefnar út í byrjun maí og hafa sést í bókabúðum landsins. Báðar eru þær með enskum texta og góðu úrvali af aukaefni. Sérstakt commentary var tekin upp fyrir Óðal feðranna þar sem Hrafn talar yfir myndina með helstu aðalleikurunum viðstöddum.

Allir framleiðendur eiga hrós skilið fyrir að koma gömlum íslenskum myndum aftur á markaðinn með DVD útgáfu, en þá sérstaklega menn eins og Hrafn Gunnlaugsson sem gefa sér tíma til að hafa bitastætt aukaefni með í för.

Við bendum á að Kvikmyndir.is er með lista yfir íslenskar kvikmyndir, stuttmyndir og sjónvarpsþætti sem hægt er að finna á vinstri valröndinni eða einfaldlega hér.