Tvær Chronicles of Riddick myndir í bígerð

Vin Diesel (xXx, Pitch Black) hefur ekki látið sjá sig síðustu 4 ár, en hann skaut upp kollinum um daginn og fór í viðtal við MTV. Þar sagði Vin Diesel að leikstjórinn og handritshöfundurinn David Twohy væri með tvær The Chronicles of Riddick myndir í bígerð.

David Twohy er að skrifa handritin eins og er. Eina spurningin er hvort við gerum það sama og Lord of the Rings gæjarnir og tökum þær upp á sama tíma. The Chronicles of Riddick var kynnt sem þríleikur og Pitch Black virkar þá eins og The Hobbit virkar fyrir Lord of the Rings þríleikinn.“ sagði Vin Diesel í umræddu viðtali við MTV.

Vin Diesel og David Twohy eru eins og er að leita að fjármögnun fyrir myndirnar.