The Chronicles of Riddick
2004
(Pitch Black 2)
Frumsýnd: 25. júní 2004
All the power in the universe can't change destiny
119 MÍNEnska
29% Critics
65% Audience
38
/100 Fyrir fimm árum síðan þá slapp fanginn sem nú er á flótta, Richard B. Riddick, frá eyðiplánetu með tveimur félögum sínum, trúmanninum Imam og strokuunglingsstúlkunni Jack. Eftir að hafa þvælst um í útjaðri sólkerfisins í fimm ár á flótta undan hausaveiðurum, þá kemur Riddick til plánetunnar New Mecca sem búið er að nema. Hann kemst að því að... Lesa meira
Fyrir fimm árum síðan þá slapp fanginn sem nú er á flótta, Richard B. Riddick, frá eyðiplánetu með tveimur félögum sínum, trúmanninum Imam og strokuunglingsstúlkunni Jack. Eftir að hafa þvælst um í útjaðri sólkerfisins í fimm ár á flótta undan hausaveiðurum, þá kemur Riddick til plánetunnar New Mecca sem búið er að nema. Hann kemst að því að það var Imam sem setti fé til höfuðs honum og Jak hefur verið sett í fangelsi á fangaplánetunni Crematoria, sökuð um morð. Riddick kemst að því frá Aereon, að útsendari Elemental kynsins sé að leita uppi Furians, sem er kyn stríðsmanna, í þeim tilgangi að koma á jafnvægi í heiminum, en The Necromongers, undir stjórn hins illa Lord Marshal, ráðast nú á hverja plánetuna á fætur annarri og eyða öllu mannkyni þar til að öðlast yfirráð yfir sólkerfinu.
Aereon heldur að Riddick sé Furian stríðsmaður, og ákveður að ráða hann í vinnu þar sem hann telur að hann sé sá eini sem geti stöðvað Lord Marshal og The Necromongers. Þegar the Necromongers ráðast á New Mecca, þá tekur hinn sjálfumglaði hausaveiðari Toombs Riddick höndum, og hann og hans lið eru flutt til Crematoria þar sem hann hittir Jack á nýjan leik, sem nú heitir Kyra. Þegar Riddick og Kyra sleppa svo úr prísundinni þá fær Riddick hjálp frá Necromonger stríðsmanninum Vakko og hinni kynþokkafullu konu hans Dame Vakko, og nú gera þau plan um að sigra Lord Marshal og bjarga heiminum og mannkyninu frá því að verða breytt í Necromonger stríðsmenn. ... minna