Trailer fyrir Jóga

Í gær birtum við fyrsta plakatið fyrir myndina um skógarbjörninn Jóga sem býr í Jellystone þjóðgarðinum í Bandaríkjunum. Á yahoo vefnum hefur nú verið birtur fyrsti trailerinn úr myndinni, en myndin er hefðbundin leikin kvikmynd með teiknuðum fígúrum.

Dan Aykroyd talar fyrir Jóga og Justin Timberlake fyrir vin hans Boo-Boo.

Söguþráður myndarinnar er eitthvað á þessa leið: Þegar aðsóknin að Jellystone þjóðgarðinum er farin að minnka þá ákveður hinn gráðugi borgarstjóri Brown að loka garðinum og selja landið. Þetta þýðir að fjölskyldur geta ekki lengur komið í lautarferðir og upplifað náttúruna eins og áður, og það sem er jafnvel enn vera að Jógi og Boo-Boo missa heimili sitt. Jógi þarf nú á öllum sínum gáfum að halda til að koma í veg fyrir þessa mestu ógnun sem að honum hefur steðja til þessa dags, og ákveður að vinna með erkióvini sínum Smith þjóðgarðsverði til að koma í veg fyrir fyrirætlanir borgarstjórans.