Eins og við greindum frá í gær er teaserinn fyrir Harry Potter and the Half-Blood Prince kominn í hús. Hann er 90 sekúndur að lengd og fylgir að mestu sama ferli og fyrri myndirnar sem og trailerar þeirra, hvað varðar myndrænan stíl og annað.
Skemmtilegt er að segja frá því að trailerinn sýnir okkur ungan Voldemort, sem leikinn er af frænda Ralph Fiennes, en Ralph Fiennes leikur einmitt eldri útgáfuna af Voldemort í Harry Potter and the Half-Blood Prince. Í myndinni er Harry Potter að hefja 6.skólaárið sitt í Hogwarts og
lærir meira um myrka fortíð Voldemort með hjálp gamallrar bókar sem
búið er að merkja „Property of the Half-Blood Prince.“
Ekki er búið að ákveða útgáfudagsetningu á Íslandi, en hún er frumsýnd 21.nóvember 2008 í Bandaríkjunum.
Smellið hér til að horfa á trailerinn
Tengdar fréttir

