Í gær hófust tökur á nýrri íslenskri kvikmynd sem heitir Reykjavik Whale Watching Massacre. Hún er leikstýrð af Júlíus Kemp og framleidd af Kisi hf, en þetta gengi færði okkur myndir eins og Veggfóður, Maður eins og ég og Astrópíu. Þetta mun verða fyrsta íslenska splattermyndin (fyrir utan Knight of the Living Dead sem kom aldrei í bíó) en það eru myndir sem leggja áherslu á gore og húmor. Titillinn hefur vakið athyggli erlendis og sýndi til dæmis Arrow in the Head hjá Joblo.com mikinn áhuga á henni. Það má lesa um það hér.
Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir af fyrsta tökudaginum.





