Eins og við sögðum frá fyrr í þessum mánuði þá er væntanleg bíómynd um sögu Facebook, sem á að heita The Social Network. Ef allir Facebook notendur flykkjast í bíó til að sjá herlegheitin, þá má segja að um frábæra viðskiptahugmynd sé að ræða, en það er svo sem ekki á vísan að róa með það. Myndin er þó líkleg til vinsælda, enda með frábæran leikstjóra og álitlegan leikarahóp.
Í fréttinni um daginn birtum við plakat myndarinnar, sem menn voru mishrifnir af, en nú er komið smá sýnishorn, sem ætti að gefa smá nasasjón af því hvernig myndin verður.
Myndin verður frumsýnd þann 15. október nk. David Fincher leikstýrir og meðal leikenda eru Jesse Eisenberg, Justin Timberlake, Andrew Garfield, Rashida Jones, Max Minghella og Rooney Mara.

