The Expendables verður PG-13

Er gamli jálkurinn Silverster er farinn að mýkjast í ellinni? Framleiðandi Rambo 5 og Expendables telur sig hafa misst helling af áhorfendum á Rambo 4 vegna þess að hún var stranglega bönnuð börnum, eða R rating. Af þeirri ástæðu ætla þeir að hafa Expendables og Rambo 5 bannað innan 13, eða PG-13.

Fyrir þá sem hafa ekki heyrt um The Expendables ennþá þá er það nýjasta mynd Stalone en hann hefur safnað saman öllum flottustu hasarhetjum síðustu ára og ætlar að punga út all svaðalegri hasarmynd, svona „for old times sake“. Myndin fjallar um málaliða sem fara til Suður-Afríku til þess að fella stjórn einræðisherra. Bara svona til að „droppa“ nokkrum nöfnum þá munu eftirfarandi leikarar vera í þessari mynd: Sylvester Stallone, Arnold Schwarzenegger, Dolph Lundgren, Eric Roberts, Jet Li, Jason Statham, Terry Crews og Mickey Rourke

Ekki er langt síðan æstir áhugamenn urðu hundfúlir vegna þess að Die Hard 4.0 var milduð á þennan hátt og þykir „Directors Cut“ af þeirri mynd, sem sýnir R rated útgáfuna, miklu betri.

Við verðum þá að vona bara að það komi „R-rated directors“ útgáfa á DVD fyrir þessar myndir þegar fram í sækir.



Það er hægt að finna smá „behind the scenes“ fyrir þessa mynd á forsíðunni eða hér : The Expendables