Simon Pegg hefur raðað Star Wars-myndunum sex í röð frá þeirri verstu til þeirrar bestu, á aðeins sextíu sekúndum.
Pegg, sem leikur í hinni væntanlegu Star Wars: The Force Awakens, setur Star Wars: The Empire Strikes Back í efsta sætið.
„Ef maður hugsar um listræna þáttinn og skemmtanagildið þá er The Empire Strikes Back uppáhaldið mitt,“ sagði Pegg í viðtali við MTV.
The Empire Strikes Back er önnur myndin í Star Wars-bálknum og kom hún út þremur árum á eftir þeirri fyrstu, Star Wars.
Star Wars: Attack of the Clones er versta myndin að hans mati og í rauninni er hann lítt hrifinn af síðustu þremur myndunum, sem gerast á undan þeim þremur fyrstu.
Nýjasta mynd Pegg er Mission Impossible: Rogue Nation, sem er sú fimmta í njósnaseríu Tom Cruise.
Star Wars: The Force Awakens er væntanleg í bíó í desember.
Svona raðaði Pegg Star Wars-myndunum sex (frá þeirri bestu til þeirrar verstu:
1. Star Wars. The Empire Strikes Back (1980)
2. Star Wars: (1977)
3. Star Wars: Return of the Jedi (1983)
4. Star Wars: Revenge of the Sith (2005)
5. Star Wars: The Phantom Menace (1999)
6. Star Wars: Attack of the Clones (2002)