The Accountant með Ben Affleck í aðalhlutverki var aðsóknarmesta myndin í Norður-Ameríku á frumsýningarhelgi sinni. Talið er að hún hafi náð inn um 24,7 milljónum dollara.
Í öðru sæti var heimildarmyndin Kevin Hart: What Now?, sem fylgir grínistanum Kevin Hart eftir á ferðalagi, og í því þriðja varð The Girl On The Train sem var í efsta sætinu um síðustu helgi.
Leikstjóri The Accountant er Gavin O´Connor en í myndinni leikur Affleck stærðfræðing og leigumorðingja. Með önnur helstu hlutverk fara Anna Kendrick og J.K. Simmons.