Stiklur úr tveimur væntanlegum teiknimyndum létu sjá sig á veraldarvefnum í vikunni. Fyrst ber að nefna Paranorman. Þessi mynd er frá fyrirtækinu Laika Animation, þeim sömu og gerðu hina frábæru Coraline. Henry Selick – leikstjóri þeirrar myndar yfirgaf þá reyndar fyrir nokkru, en af stiklunni að dæma virðist það ekki hafa skemmmt skapandi andrúmsloft fyrirtækisins. Myndin er gerð í „stop motion“ líkt og Coraline og virðist líka hafa jafn undarlega krípí stemningu og sú mynd. Sagan segir af ungum dreng sem þarf að vernda bæinn sinn fyrir árás Zombía. Myndin er væntanleg í september 2012, stiklan er hér:
Þá er það The Lorax. Þetta er tölvuteiknimynd byggð á bók Theodore (Dr. Seuss) Geisel og fjallar um ungan dreng sem er að reyna að finna eitthvað sem mun heilla stúlku sem hann hrífst af, og kynnist þannig furðuskepnnunni og umhverfisverndaranum The Lorax. Þetta er fjórða myndin byggð á bókum Dr. Suess, eftir The Grinch, The Cat in the Hat og Horton Hears a Who. Sú síðasta var einnig tölvuteiknimynd, og þótti heppnast betur en hinar. Þetta verður þriðja myndin sem kemur frá fyrirtækinu Illumination Entertainment, sem sendi áður frá sér Hop og Despicable Me. Myndin kemur út í mars 2012. Sjáið stikluna hér: