Taylor í Zoolander 2

Í nóvember sl. var opinberlega tilkynnt um að Zoolander 2 yrði gerð, og Penelope Cruz yrði meðal leikenda.  Síðan þá hefur lítið frést af myndinni, en nú hefur leikkona úr Zoolander 1, Christine Taylor, sjálf staðfest þátttöku í myndinni.

taylor

„Ég get sagt það eitt að ég tek þátt í þessari mynd, en meira get ég ekki sagt. Ég get sagt að hún verður gerð, en ég get ekkert sagt um hvað Matilda er að gera né hvernig ástatt er með samband þeirra. Þetta er allt hernaðarleyndarmál!“, sagði Taylor í samtali við Entertainment Weeekly.

Taoylor lék blaðamanninn Matilda Jeffries í fyrstu myndinni og þegar myndinni lauk og kreditlistinn var byrjaður að rúlla, þá sást að hún var í hamingjusömu sambandi með Derek ( Zoolander ) og syni þeirra.

Þátttaka hennar ætti ekki að koma mikið á óvart. Hún er gift Ben Stiller, sem leikur Zoolander og leikstýrir, og hefur leikið í fleiri myndum hans eins og Dodgeball og Tropic Thunder.