Tarzan sveiflar sér – Fyrsta stikla!

Í gær komu fyrstu ljósmyndirnar úr The Legend of Tarzan, og í dag kom fyrsta stiklan út.

tarsz

Alexander Skarsgård, í hlutverki Tarzan apabróður, er í feiknagóðu formi í stiklunni, sveiflandi sér á milli trjátoppa, og Margot Robbie, sem leikur eiginkonu hans Jane, sömuleiðis.

David Yates, sem leikstýrði fjórum síðustu Harry Potter myndunum, er leikstjóri.

Myndin hefst þegar Tarzan er fluttur úr skóginum, og býr í Lundúnum á Viktoríutímanum, ásamt eiginkonu sinni. En þegar hann fær boð um að snúa aftur í frumskóginn sem fulltrúi þingsins, þá lætur hann ekki segja sér það tvisvar.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: