Tarantino bíóverðlaunin 2011

Áður en leikstjórinn Quentin Tarantino varð að því sem hann er í dag, þá var hann bara þessi klassíski bíónörd eins og við hin, og jafnvel þótt hann eigi eflaust marga vini í bíóbransanum, þá hræðist hann þess ekkert að segja sínar skoðanir í tengslum við það sem han glápir á.

Í fyrra setti hann Toy Story 3 í efsta sætið sitt sem besta mynd ársins 2010. Á eftir henni fylgdu meðal annars The Social Network og Animal Kingdom. Þið getið skoðað þann lista hér.

Nú í ár hefur bíógúrúinn ákveðið að koma með miklu ýtarlegri og fjölbreyttari lista, og það er alveg bókað að margir eigi eftir að mótmæla ýmsu sem er staðsett á honum, sérstaklega miðað við það að hann er oftast talið vera rosalega marktækt snobb. En Tarantino er helur ekki bara að gefa okkur lista yfir bestu myndunum á árinu, heldur gerði hann ýmsa flokka í þetta skiptið og sá sem stendur eflaust mest upp úr er „Nice try“ flokkurinn. Þið hljótið að fatta hvers vegna.

Rennið yfir svokölluðu Tarantino-verðlaunin 2011, og segið svo hvað ykkur finnst:

11 BESTU MYNDIR ÁRSINS 2011

1. Midnight In Paris
2. Rise Of The Planet Of The Apes
3. Moneyball
4. The Skin I Live In
5. X-Men: First Class
6. Young Adult
7. Attack The Block
8. Red State
9. Warrior
10. The Artist / Our Idiot Brother (jafntefli)
11. The Three Musketeers


AÐRAR SEM QT FÍLAÐI

(í engri sérstakri röð)

50/50
Beginners
Hugo
The Iron Lady
Carnage
Green Hornet
Green Lantern
Captain America
The Descendants
My Week With Marilyn
Fast Five
Tree Of Life
The Hangover: Part II
Mission Impossible 4
The Beaver
Contagion
The Sitter
War Horse

„NICE TRY“ VERÐLAUNIN

Drive
Hannah
Drive Angry
Real Steel

BESTU LEIKSTJÓRAR ÁRSINS

Pedro Almodovar
Bennett Miller
Woody Allen
Jason Reitman
Michel Hazanavicius

BESTU FRUMSÖMDU HANDRITIN

Midnight In Paris
Young Adult
Red State
Attack The Block
Our Idiot Brother
Beginners

BESTU HANDRITIN SEM BYGGÐ ERU Á ÖÐRU EFNI

Moneyball
The Skin I live In
Carnage
Rise Of The Planet Of The Apes
Hugo
X-Men: First Class

Jæja, hver vill segja fyrstur sína skoðun?
Nóg til að ræða um greinilega. Ætli það sé kannski vottur af öfundsýki í tengslum við Drive? Hún er nú eins og ein besta Tarantino-myndin sem hann gerði aldrei hvað stíl, tónlist og uppsetningu varðar, en mínus samtölin.

Svo setur maður auðvitað spurningarmerki við myndir eins og The Sitter, The Hangover, The Three Musketeers (nema hún hafi verið sett sem „svo-slæm-að-ég-elskaði-hana“ mynd) og Green Lantern. En auðvitað hefur hver rétt á sinni skoðun. Það vill bara svo til að þessar skoðanir lykta kannski bara örlítið af manni sem kallar sig Armond White. Bara rétt svo. Annars ágætur og svo sannarlega litríkur listi.