Taken 2 byrjar í október

Vefmiðillinn ComingSoon.net hefur það eftir franska kvikmyndagerðarmanninum Luc Besson að framleiðsla á framhaldi myndarinnar Taken, með Liam Neeson í aðalhlutverkinu, hefjist nú í október.
Besson sagði að leikstjóri Colombiana, sem verður frumsýnd um helgina í Bandaríkjunum og 9. september á Íslandi, og Besson framleiðir og skrifar handrit að, Olivier Megaton, hefði notað tíma sinn í Los Angeles til að finna góða tökustaði fyrir Taken framhaldið. Myndin verður að hluta tekin í Los Angeles, en framleiðsla hefst í október eins og fyrr sagði.

Besson segir í viðtalinu að allir úr fyrri myndinni séu mættir aftur, þar á meðal Famke Janssen, sem lék lítið hlutverk sem fyrrum eiginkona Neeson í fyrri myndinni.