Sjö vinsælar myndir sem Bill Murray hafnaði

Það er alltaf gaman að velta fyrir sér hvernig fræg kvikmyndahlutverk hefðu getað orðið í meðförum annarra leikara en þeirra sem á endanum tóku þau að sér. Bill Murray er til dæmis leikari sem er gaman að sjá fyrir sér í ýmsum hlutverkum, en hann er einmitt einn af þeim leikurum í Hollywood sem hefur […]

Bestu dauðasenur allra tíma

Í tilefni af frumsýningu myndarinnar The ABCs of Death 2, sem inniheldur samansafn af hrollvekju-stuttmyndum, þá valdi hver hinna 29 leikstjóra myndanna sína uppáhalds dauðasenu. Að deyja á hvítatjaldinu er sannarlega mikil list, enda getur enginn miðlað þar af eigin reynslu, heldur þarf að leika af fingrum fram. Eins og sést í meðfylgjandi myndbandi þá […]

Let it Go er besta bílalagið

Það vita allir foreldrar ungra barna hvað fylgir á eftir þessum orðum hér: „Let it go, let it go …“, enda hefur þetta vinsæla lag úr Disney teiknimyndinni Frozen farið sem hvirfilbylur um heiminn síðan myndin var frumsýnd í fyrra, og ungir sem aldnir kunna lagið utan að og hafa sungið það margoft, heima við […]

Bestu Verslunarmannahelgar-myndirnar

Í tilefni af því að nú er Verslunarmannahelgin þá heiðrum við hér á kvikmyndir.is verslunarmenn og alla þá sem hafa gaman af því að versla með því að taka saman úrval helstu verslunarkvikmynda sem gerðar hafa verið. Eins og sést í listanum þá kennir þar ýmissa grasa og álitamál auðvitað hvaða myndir eru betri en […]

Kvikmyndir sem viðkvæmir ættu að forðast

Að vera viðkvæmur fyrir andstyggilegum og viðbjóðslegum atriðum í kvikmyndum getur oft reynst erfitt. Það getur nefnilega verið mjög vandræðalegt að halda fyrir augun í smekkfullu kvikmyndahúsi og eiga svo erfitt með svefn næstu næturnar… eða svo hefur undirritaður heyrt talað um. Til þess að skilgreina það sem viðkvæmir forðast fyrir þá sem horfa á […]

24 bíómyndir um fótbolta

Sífellt fleiri bíómyndir eru nú gerðar um „Fallega leikinn“, fótbolta, bæði í Hollywood og í öðrum löndum, enda er fótboltinn vinsælasta íþrótt í heimi. Í tilefni af því að heimsmeistarakeppnin í fótbolta er byrjuð í Brasilíu þótti okkur á kvikmyndir.is við hæfi að taka saman lista yfir nokkrar af bestu fótboltamyndum sem gerðar hafa verið. […]

Fimm bestu páskamyndirnar

Páskarnir eru að ganga í garð og eru eflaust margir komnir í frí og vilja kannski smella einni mynd í tækið. Hvort sem maður er kristinn, múslimi, búddisti, hindúi eða trúlaus þá er ekki annað hægt að segja en að Biblían sé merkileg bók, og hvort sem hún er skáldskapur eður ei þá hefur hún lengi […]

Hrollvekjurnar verðmætastar

Ef litið er til þess hvaða bíómyndir skiluðu mestum tekjum á árinu í hlutfalli við hvað kostaði að framleiða þær ( ROI – Return on Investment ), þá eru það ekki stórmyndirnar sem hafa vinninginn. Myndir eins og Iron Man, Hunger Games eða The Hobbit náðu til dæmis ekki að skáka hrollvekjunni Insidious: Chapter 2 en […]

Dýrmætur Johnson

Viðskiptatímaritið Forbes greinir frá því að Dwayne „The Rock“ Johnson sé dýrmætasta kvikmyndastjarna ársins sem nú er að líða, en það er mælt í tekjum sem kvikmyndirnar sem hann hefur leikið í hafa þénað, ekki í launum hans sjálfs. Stóran hlut að máli átti gríðarleg velgengni sjöttu Fast and the Furious myndarinnar, sem frumsýnd var á […]

MTV velur bestu mynd ársins

MTV sjónvarpsstöðin hefur valið sinn topp tíu lista yfir bestu bíómyndir ársins 2013. Listinn er settur saman eftir gengi mynda í miðasölunni, almennu umtali ( buzz ) og gæðum. Hér fyrir neðan er listinn, en eins og sést velur MTV Gravity, myndina með Sandra Bullock og George Clooney í aðalhlutverkum, sem bestu mynd ársins.   […]

Tarantino – Topp tíu 2013

The Quentin Tarantino Archives vefsíðan fékk Quentin Tarantino sjálfan til að segja síðunni hvaða bíómyndir væru að hans mati 10 bestu myndir ársins til þessa. Tarantino valdi svona lista líka á árunum 2010 og 2011, og margir höfðu gaman af að lesa þá lista. Tarantino er eins og flestir vita hrifinn af grófu ofbeldi og […]

Ríkustu leikstjórarnir

Kvikmyndaframleiðandinn og leikstjórinn George Lucas er auðugastur allra leikstjóra samkvæmt greiningu tímaritsins Next Movie. Eignir Lucas eru metnar á fjóra milljarða Bandaríkjadala. Á eftir honum kemur félagi hans Steven Spielberg með rétt rúma 3 milljarða dala. Fjórða sætið kemur mörgum á óvart, því þar er leikstjórinn Tyler Perry, sem hefur sérhæft sig í gamanmyndum og […]

Topp 10 beinagrindur í kvikmyndum

Leikarar leggja sumir mikið á sig fyrir þau hlutverk sem þeir taka að sér, hvort sem það er að grenna sig óhóflega, eða fita sig, en slíkir leikarar eru gjarnan kallaðir Method Actors, þ.e. þeir reyna að breyta sér í viðfangsefnið, eins mikið og þeir geta til að geta sett sig sem best í spor […]

Topp 50 gestahlutverk leikstjóra í myndum annarra

Gestaleikur ( cameo ) leikstjóra í eigin bíómyndum, er eitthvað sem flestir kvikmyndaáhugamenn hafa gaman af. Alfred Hitchcock var frægur fyrir sín gestahlutverk í eigin myndum, en margir kannast við að hafa séð Martin Scorsese, John Waters, Sydney Pollack og fleiri góða koma fram í slíkum hlutverkum. Leikstjórar koma hinsvegar ekki einungis fram í eigin […]

Topp 10 hlutir sem þú vissir ekki um Iron Man

Síðan fyrsta Iron Man myndin var frumsýnd árið 2008 þá hefur þessi Marvel teiknimyndahetja orðið frægari en nokkru sinni fyrr, og myndir af Iron Man eru orðnar algeng sjón um allan heim. Það er þó ýmislegt forvitnilegt við hetjuna og myndirnar, sem er kannski ekki á allra vitorði. Vefsíðan ScreenCrush hefur tekið saman lista yfir […]

10 skelfilegustu skrímsli bíómyndanna

Skrímsli í bíómyndum eru af öllum stærðum og gerðum. Þau smæstu hafa ekki síður skapað glundroða og ótta í heiminum eins og þau allra stærstu sem ráðast á heilu borgirnar og háma mannfólkið í sig eins og smartís. Vefsíðan Screenrant.com hefur tekið saman lista yfir 10 hræðilegustu skrímsli kvikmyndasögunnar. Eins og gefur að skilja komust […]

Cool Runnings besta meðalið gegn skammdegisdrunga

Ólympíu gamanmyndin Cool Runnings,  með John Candy í aðahlutverkinu, hefur verið valin  notalegasta kvikmynd allra tíma, í könnun sem gerð var á meðal kvikmyndaunnenda. Myndin er byggð á sönnum atburðum þegar bobsleðalið frá Jamaíku keppti á vetrarólympíuleikunum í Calgary í Kanada árið 1988. 10% þátttakenda í könnuninni völdu þessa mynd sem þá bestu til að hressa upp […]

Topp 10 illmenni sem verða góð

Stundum gerist það, a.m.k. í bíómyndunum, að hin verstu illmenni breytast og verða góð. Kvikmyndir.is lét taka saman topplista yfir illmenni sem verða góð á endanum, en hugmyndin kemur frá notanda síðunnar, Þórarni Emil Magnússyni, og þökkum við honum kærlega fyrir sendinguna. Við hvetjum notendur til að senda okkur topp tíu lista eða hugmyndir að […]

Topp 10 löggur í kvikmyndum

Löggumyndir eru sívinsælar og þeir eru ótalmargir leikararnir sem hafa skapað ódauðlega löggukaraktera í bíómyndum. Hér að neðan er topp tíu listi sem breska blaðið The Guardian tók saman. Eruð þið sammála þessum lista? Setjið endilega ykkar uppáhalds löggu í spjallið fyrir neðan fréttina.   Martin Riggs Lethal Weapon (1987) Margir tala um hvað löggumyndin […]

Uppáhaldsmyndir Axels árið 2011

Betra er seint en aldrei og fylgir maður fordæmi þeirra Þorsteins og Róberts með að skella inn sínum topplista yfir 2011. Ég verð að viðurkenna að ég er ansi ósáttur með hversu seint við íslendingar fáum stærstu verðlaunamyndirnar á borð við Hugo, The Descendants og The Artist, en maður vinnur einfaldlega með það sem er […]

10 verstu ummælin um Jack and Jill

Nýjasta kvikmynd Adam Sandler, Jack and Jill, hefur hlotið hroðalega dóma vestanhafs, en myndin situr nú með 2.8 í einkunn hjá Internet Movie Database og 2% hjá Rotnum Tómötum. Gagnrýnendur um allan heim virðast vera í keppni um það hver hatar myndina mest, en Jack and Jill verður frumsýnd á Íslandi á föstudaginn. Hér eru […]