10 uppáhaldsmyndir Rogue One leikstjórans Gareth Edwards

garethVelgengni Rogue One:  A Star Wars Story hefur verið ævintýraleg, en myndin hefur setið á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans í þrjár vikur í röð, og mögulega fjórar, en nýr aðsóknarlisti verður birtur á morgun, mánudag. Alþjóðlega þá er myndin á góðri leið með að sigla yfir eins milljarðs Bandaríkjadala markið í tekjum af bíóaðsókn.

Maðurinn sem á öðrum fremur heiðurinn af velgengninni er leikstjórinn Gareth Edwards, en honum þykir hafa tekist afar vel til, að búa til sannfærandi sögu sem tengist Star Wars myndaflokknum.

Leikstjórinn birti lista nú nýverið á vef bresku kvikmyndastofnunarinnar, BFI, yfir 10 uppáhaldsmyndir sínar en á vefnum hefur staðið yfir kosning frá árinu 2012 um bestu kvikmyndir allra tíma.

„Eitt það fyrsta sem ég geri er að sanka að mér myndefni héðan og þaðan og set þan inn í PDF skjal, með þúsundum myndbrota,“ sagði Edwards við Complex kvikmyndavefinn. „Myndirnar sem ég sótti mér mest af innblæstri til, voru myndirnar Apocalypse Now, Thin Red Line, Alien, Blade Runner, og mynd sem kallast Baraka.“

Einhverjar þessara mynda er að finna á lista Edwards, en á listanum er að sjálfsögðu Star Wars mynd George Lucas, en Edwards segist hafa séð þá mynd mörg hundruð sinnum.

Kíktu á listann hér fyrir neðan, ásamt podcasti með viðtali við leikstjórann:

2001 –  A Space Oddyssey – Stanley Kubrick

Apocalypse Now – Francis Ford Coppola

Baraka – Ron Fricke

The Graduate  – Mike Nichols

It’s a Wonderful Life – Frank Capra

Jaws – Steven Spielberg

Resorvoir Dogs – Quentin Tarantino

Star Wars – George Lucas

Taxi Driver – Martin Scorsese

The Terminator – James Cameron