Taxi Driver (1976)16 ára
Tegund: Drama, Glæpamynd
Leikstjórn: Martin Scorsese
Skoða mynd á imdb 8.4/10 354,460 atkv.

  • Horfa/Kaupa
Tagline
He's a lonely forgotten man desperate to prove that he's alive.
Söguþráður
Travis Bickle er fyrrum Víetnamhermaður sem býr í New York borg. Hann þjáist af svefnleysi, og eyðir nóttinni í að aka leigubíl. Á daginn horfir hann á klámmyndir í skítugum kvikmyndahúsum, á milli þess sem hann hugsar um hvernig heimurinn, og þá einkum New York, er kominn niður í svaðið. Hann er einfari sem hefur sterkar skoðanir um hvað er rétt og hvað er rangt hjá mannkyninu. Eina ljósið sem hann sér í lífinu í New York er Betsy, en hún vinnur við kosningabaráttu þingmannsins Charles Palantine. Hann verður gagntekinn af henni. Eftir atvik með henni, þá trúir hann því að hann verði að gera allt sem í hans valdi stendur til að gera heiminn að betri stað. Eitt af forgangsatriðum hans í lífinu er að vernda Iris, tólf ára strokustúlku og vændiskonu, sem hann trúir að vilji komast úr vændinu og úr klóm melludólgsins og kærasta síns Matthew.
Tengdar fréttir
19.02.2014
Hlakkar til að leika í The Irishman
Hlakkar til að leika í The Irishman
Það er orðið alltof langt síðan við sáum Robert De Niro í kvikmynd eftir Martin Scorsese og fögnum við öllum fréttum að því að kvikmyndin The Irishman sé vonandi að detta í gang. Aðdáendur bíða í ofvæni að þessi mynd verði gerð og er áætlað að hún muni einnig skarta gömlum kempum á borð við Al Pacino og Joe Pesci. De Niro var í viðtali við New York Post á...
10.12.2013
Scorsese á fáar myndir eftir
Scorsese á fáar myndir eftir
Martin Scorsese hefur gefið í skyn að hann eigi bara eftir að leikstýra nokkrum myndum til viðbótar áður en hann leggst í helgan stein. Scorsese tjáði sig um þetta á Marrakech-kvikmyndahátíðinni þar sem nýjasta myndin hans The Wolf Of Wall Street er sýnd. "Mig langar að gera helling af myndum en núna er ég orðinn 71 árs og get bara gert nokkrar í viðbót ef ég...
Trailerar
DVD stikla
Aukaefni
Orðrómur um Scorsese
Umfjallanir
Dómar og einkunn
Rotten tomatoes gagnrýnendur: 98% - Almenningur: 94%
Svipaðar myndir