Fimm bestu páskamyndirnar

Páskarnir eru að ganga í garð og eru eflaust margir komnir í frí og vilja kannski smella einni mynd í tækið. Hvort sem maður er kristinn, múslimi, búddisti, hindúi eða trúlaus þá er ekki annað hægt að segja en að Biblían sé merkileg bók, og hvort sem hún er skáldskapur eður ei þá hefur hún lengi átt stóran sess í kvikmyndum.

lasttemptation

Allt frá ádeilum yfir í kvikmyndir sem fara eftir hverju einasta orði úr Biblíunni, þá hafa margir leikstjórar komið með sína nálgun á síðustu daga Jesú Krist. Undirritaður setti því niður lista yfir þær kvikmyndir sem eru mögulega þær bestu sem tengjast páskunum.

5.) Life of Brian (1979) 

Guðlast? Kannski. Drepfyndin? Ójá. Kvikmyndin er ádeila á líf Jesú Krists. Þar segir frá örlögum Brians Cohen, ungs gyðings sem fæddur var á sama stað og sama tíma og Kristur. Fyrir mistök er Brian talinn vera Messías. Myndin er af mörgum talin besta gamanmynd allra tíma, og hefur hlotið þann heiður samkvæmt skoðanakönnunum ýmissa kvikmyndatímarita og fjölmiðla. Hún var þó bönnuð sums staðar á sínum tíma þar sem strangtrúaðir töldu hana guðlast.

4.) Ben-Hur (1959)

Kvikmyndin Ben-Hur segir í raun tvær sögur. Annars vegar er greint frá örlögum Judah Ben Hur og ástvina hans og hins vegar frá starfi Jesú Krists, allt frá fæðingu til krossfestingar. Þessar tvær sögur eru síðan samofnar. Jesús Kristur gefur Ben Hur að drekka og Ben Hur launar honum greiðan þegar Kristur ber krossinn upp á Golgata. Starf og fórn Krists leiðir síðan til blessunnar fyrir Ben Hur.

3.) The Passion of the Christ (2004)

Myndin fjallar sem sagt um síðustu tólf klukkustundirnar í lífi Jesú Krists, allt frá því þegar hann er handtekinn í skógi einum eftir að Júdas sveik hann, og þar til hann rís upp frá dauðum. Því ferli er nákvæmlega fylgt eftir, þó mest með blóði, ofbeldi og hatri, en það er einnig fylgst með konunum í lífi hans, Maríu mey sem var mamma hans, og svo konunni hans, Maríu Magdalenu. Þær fylgja Jesú eftir alla leiðina upp á hæðina þar sem krossinn var settur niður.

2.) Jesus Christ Superstar (1973)

Án efa ein skemmtilega myndin um Jesú. Jesus Christ Superstar er sígild rokkópera og segir frá síðustu vikunum í lífi Jesú Krists. Verkið hefur notið fádæma vinsælda. Boðskapurinn er sígildur og stórbrotinn auk þess sem tónlistin lætur engan ósnortinn.

1.) The Last Temptation of Christ (1988)

Margar kvikmyndir sem hafa verið gerðar um Jesú Krist hafa vakið mikið umtal og gagnrýni. Nálgun leikstjórans Martin Scorsese er þar engin undatekning. Í myndinni er Jesús Kristur sýndur sem ráðvilltur einfari í mikilli tilvistarkreppu. Hann veit ekki til hvers Guð ætlast af sér og telur sig jafnvel haldinn djöflinum, enda er hann þjakaður af fjandsamlegum röddum. Samferðarmenn hans fyrirlíta hann fyrir að aðstoða rómverska hernámsliðið við að krossfesta Gyðinga og sér til huggunar leitar hann til vændiskvenna.