Ferrell og Wahlberg saman á ný

Gamanmyndin The Other Guys með þeim Will Ferrell og Mark Wahlberg sló heldur betur í gegn í kvikmyndahúsum, en leikurunum virðist hafa komið vel saman því þeir munu leiða saman hesta sína á ný. Verkefnið sem varð fyrir valinu er gamanmyndin Turkey Bowl, en hún fjallar um tvo smábæjarmenn sem eru með amerískan fótbolta algerlega […]

Tilnefningarnar skoðaðar – Besta gaman- eða söngvamynd

Tilnefningarnar fyrir hvern flokk Kvikmyndaverðlauna Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is verða skoðaðar nánar, ein í einu næstu daga, til að hjálpa lesendum að glöggva sig á hverjum flokki fyrir sig. Fyrst verða tilnefningarnar fyrir bestu gaman- eða söngvamynd skoðaðar. Við höfum þetta í stafrófsröð, til að gæta sanngirni. Get Him to the Greek Myndin var auglýst […]

TILNEFNINGARNAR OPINBERAÐAR: KVIKMYNDAVERÐLAUN MYNDA MÁNAÐARINS OG KVIKMYNDIR.IS

Kvikmyndaverðlaun Mynda mánaðarins og Kvikmyndir.is verða haldin í fyrsta sinn í lok janúar, en eftir umfangsmikið forval, bæði meðal penna blaðsins og fleiri fróðra manna og margra af dyggustu notendum vefsins, eru tilnefningarnar tilbúnar og eru birtar hér. Það er sérstaklega gaman að því hversu fjölbreyttar íslensku tilnefningarnar eru, enda hafa sjaldan verið gefnar út […]

Algjör Sveppi enn vinsælastur á Íslandi

Fjórðu helgina í röð eru Sveppi og félagar vinsælastir meðal íslenskra bíógesta, en það stóð tæpara nú en áður. Tæplega 3.500 manns fóru á Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið, en það var aðeins um 500 fleiri en fóru á farsann Dinner for Schmucks, sem var frumsýndur á föstudaginn. Er Algjör Sveppi því komin í rétt […]

Algjör Sveppi enn vinsælust á Íslandi

Vinsældir þrívíddarævintýramyndarinnar íslensku, Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið, virðast engan endi ætla að taka. Þriðju helgina í röð er hún aðsóknarmest allra mynda á Íslandi og slær burt keppinautana eins og lítilvægar flugur. Nú um helgina fóru tæplega 5.000 manns á Sveppa og félaga, sem þætti góð frumsýningarhelgi á flestum myndum. Eru alls yfir 25.000 […]

Ógeð, skemmtun, húmor og rómantík

Tómas Valgeirsson aðalgagnrýnandi kvikmyndir.is hefur dælt inn umfjöllunum um nýjar myndir að undanförnu, ekki aðeins skrifuðum umfjöllunum, heldur einnig í félagi við Sindra Grétarsson í Bíótali, þar sem umfjöllunin er gerð með aðeins öðru sniði. Nýjustu fjórar umfjallanirnar eru um myndir Twilight stjörnunnar Robert Pattinsons, Rembermer me, teiknimyndina Despicable Me, þar sem Office stjarnan Steve […]

148 síðna afmælisblað Mynda mánaðarins kemur út í dag

Í dag kemur septemberblað Mynda mánaðarins út, en þar er ekkert venjulegt tölublað á ferðinni, heldur tvöfalt afmælisblað í tilefni þess að það er númer 200 í röðinni frá upphafi. Mikil vinna hefur verið lögð í þetta blað, þar sem fengnir voru aukapennar til að ná að skrifa allt það efni sem er í blaðinu. […]