Wan brjálaður út í Óskarsnefndina

Leikstjóri ofurhetjumyndarinnar Aquaman, sem er í bíó á Íslandi nú um stundir, James Wan, hefur gagnrýnt Óskarsakademíuna fyrir að hafa myndina ekki á stuttlista fyrir bestu tæknibrellur á Óskarsverðlaununum. Wan lýsti þessu sjónarmiði sínu í svari við skrifum yfirmanns tæknibrellna í Aquaman, Kelvin McIlwain, á Facebook. Wan skrifaði: „Kelvin, þú og þín deild eruð hetjur […]

Óskarsverðlaunin: Hverjir hafa unnið oftast?

Í nótt að íslenskum tíma verða Óskarsverðlaunin afhent í nítugasta skipti. Í tilefni af því er gaman að rifja upp hvaða leikarar hafa oftast hlotið þessi virtu verðlaun. 1. Walt Disney: 59 tilnefningar (Vann 26 ) Fjögur af verðlaunum Disney voru heiðursverðlaun: ein voru fyrir að hafa skapað Mikka Mús, ein fyrir Mjallhvíti og dvergana […]

Kimmel kynnir Óskarinn 2017

Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel mun verða kynnir á 89. Óskarsverðlaunahátíðinni í febrúar nk. Þetta verður í fyrsta sinn sem Kimmel tekur að sér þetta hlutverk, en hann hefur stjórnað spjallþættinum Jimmy Kimmel Live! á ABC sjónvarpsstöðinni síðan árið 2003 og fékk mikið lof fyrir frammistöðu sína þegar hann var kynnir á Emmy verðlaunahátíðinni nú í ár. […]

Tvífari DiCaprio á heima í Rússlandi

Það er hægt að gera það gott ef maður er tvífari frægrar kvikmyndastjörnu. Það er einmitt það sem rússneski tölvuþjónustumaðurinn Roman Burtsev hefur uppgötvað, en hann þykir sláandi líkur stjörnunni, og er af mörgum kallaður „feiti DiCaprio“, þó hann vinni nú í því að missa aukakílóin hratt til að líkjast fyrirmyndinni meira. Wall Street Journal […]

Óskarinn: Hvernig er kosið? Hver kýs?

Hefurðu einhverntímann velt fyrir þér hver ákveður hver fær tilnefningu til Óskarsverðlauna og hvernig kosningin um verðlaunahafa fer fram. Hér eru smá upplýsingar: Hverjir kjósa:  Kosningarétt hafa 6.200 meðlimir Óskarsakademíunnar ( kjósendur ), en 93% þeirra eru hvítir og 76% eru karlmenn. Meðalaldur er 63 ár. Samkvæmt frétt LA Times frá árinu 2012, þá hafði um […]

Hverjir eiga Óskarsmöguleika?

Nú styttist óðum í að tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verði tilkynntar, en verðlaunin verða veitt þann 28. febrúar nk. Kynnir í ár verður gamanleikarinn Chris Rock. Kvikmyndaakademían, Academy of Motion Pictures and Sciences, sem veitir verðlaunin, hefur birt stuttlista sem gaman er að rýna í, og velta fyrir sér hverjir muni hljóta þessa eftirsóttu tilnefningu í […]

Uppfært! Chris Rock næsti Óskarskynnir!

Fyrr í dag sögðum við frá því að viðræðum við Chris Rock gæti lokið farsællega nú fyrir helgi, en hann var talinn líklegur til að verða kynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð. Nú hefur leikarinn sjálfur staðfest að samningar séu í höfn, eins og sjá má hér fyrir neðan: Look who’s back. #Oscars. pic.twitter.com/7TkkrDpSJM — Chris Rock […]

Rock líklegur Óskarskynnir

Deadline segir frá því að gamanleikarinn Chris Rock eigi nú í viðræðum um að verða kynnir á næstu Óskarsverðlaunahátíð, þeirri 88. í röðinni. Samkvæmt heimildum vefjarins þá standa enn nokkur atriði útaf borðinu í samningaviðræðunum, sem staðið hafa yfir í um eina viku, en líklegt sé að komist verði að samkomulagi fyrir helgi. Ef samningur næst […]

Jóhann keppir um Óskar – sjáðu allan listann!

Nú fyrr í dag var tilkynnt að tónskáldið Jóhann Jóhannsson væri tilnefndur til Óskarsverðlaunanna Bandarísku fyrir tónlist sína í myndinni The Theory of Everything. Hann fékk á dögunum Golden Globe verðlaunin fyrstur Íslendinga fyrir sömu tónlist. Eins og sést hér að neðan eru tvær myndir með 9 tilnefningar: The Grand Budapest Hotel  9 Birdman 9 […]

Kisa MacFarlane ánægð með Óskarinn

„Kisan mín sagði að hátíðin hafi gengið vel,“ tísti Seth MacFarlane, kynnir Óskarsverðlaunahátíðarinnar í gær, mánudag á Twitter samskiptavefnum. Óskarsverðlaunahátíðin fór fram aðfararnótt mánudagsins að íslenskum tíma og var sýnd beint á RÚV. Íslenskir sjónvarpsáhorfendur voru á meðal 40,3 milljón sjónvarpsáhorfenda sem horfðu á, en í fyrra horfðu 39,3 milljón manns á hátíðina í sjónvarpinu. […]

Theron var plötuð í dansinn

Suður – afríska leikkonan Charlize Theron tók sporið á aðalsviði Óskarsverðlaunahátíðarinnar í gærkvöldi ásamt leikaranum Channing Tatum, sem er bæði dansari góður og var valinn kynþokkafyllsti maður heims af People tímaritinu á síðasta ári. Theron sagði í samtali við e-online fréttaveituna að hún hafi verið plötuð í dansinn. „Ég var eiginlega plötuð í þetta,“ sagði […]