Hverjir eiga Óskarsmöguleika?

chris-rock-oscar-countdown-770x443Nú styttist óðum í að tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verði tilkynntar, en verðlaunin verða veitt þann 28. febrúar nk. Kynnir í ár verður gamanleikarinn Chris Rock.

Kvikmyndaakademían, Academy of Motion Pictures and Sciences, sem veitir verðlaunin, hefur birt stuttlista sem gaman er að rýna í, og velta fyrir sér hverjir muni hljóta þessa eftirsóttu tilnefningu í ár.

Eins og sést á listanum þá er þarna að finna margar af mest umtöluðu myndum ársins 2015 í flokkum eins og Bestu tæknibrellur, Besta erlenda mynd og Besta frumsamda tónlist, en sumar þessara mynda eru einmitt í sýningum þessa dagana í íslenskum kvikmyndahúsum, eða voru sýndar hér á landi á síðasta ári.

Að auki má nefna að 305 kvikmyndir í fullri lengd eiga þess enn kost að hljóta tilnefningu sem Besta mynd ársins.

Kíktu á listann í heild sinni með því að smella hérna – tilnefningar verða svo birtar fimmtudaginn 14. janúar nk.