Pacino hengdur af gagnrýnendum

Nýjasta kvikmynd Óskarsverðlaunaleikarans Al Pacino, Hangman, fær skelfilegar viðtökur gagnrýnenda og áhorfenda. Þegar þetta er skrifað þá er myndin aðeins með 8 prósent af 100 prósentum mögulegum frá gagnrýnendum kvikmyndavefjarins Rotten Tomatoes. ,,Myndin er óspennandi, heimskuleg og alltof kunnugleg.“ segir einn gagnrýnandi vefjarins. Annar gagnrýnandi á vefnum vill meina að samtölin í myndinni séu ófrumleg og […]

Dómur Variety – Depp í fantaformi

„Nístingsköld blá augu hins alræmda glæpaforingja frá Boston, James „Whitey“ Bulger, stara á mann á hvíta tjaldinu í mynd Scott Cooper, Black Mass, eins og augnaráð rándýrs úr frumskóginum sem liggur í leyni og bíður eftir réttu augnabliki til að fanga bráð sína.“  Svona hljómar upphafið á dómi Variety um nýjustu mynd Johnny Depp, Black […]

Pacino man lítið eftir áttunda áratugnum

Al Pacino man lítið eftir áttunda áratugnum. Leikarinn átti erfitt með að venjast frægðinni þegar hann var yngri og gerðist drykkjumaður. „Ég átti í erfiðleikum með þessa miklu athygli. Ég var drykkjumaður. Ferillinn minn náði miklu flugi á áttunda áratugnum en því miður þá man ég mjög lítið eftir áttunda áratugnum. Þegar ég hugsa um […]

Pacino segir halló við litlu vinina sína

Al Pacino mun næsta föstudag heimsækja Citi Wang-leikhúsið í Boston og spjalla við aðdáendur sína um kvikmyndaferilinn. Uppákoman nefnist Kvöld með Al Pacino.   Pacino, 74 ára, er einn virtasti leikari Hollywood. Hann hefur leikið í The Godfather-þríleiknum, Scarface, Dog Day Afternoon, Scent of a Woman, Serpico og fleiri frægum myndum. „Ég byrjaði á því […]

Pablo Larraín endurgerir Scarface

Það muna eflaust margir eftir Al Pacino í hlutverki innflytjandans Tony Montana í kvikmyndinni Scarface, frá árinu 1983. Nú hefur leikstjórinn Pablo Larraín, sem áður hefur gert kvikmyndina No, verið staðfestur í leikstjórastólinn fyrir endurgerð myndarinnar. Í þetta skipti verður aðalpersónan þó ekki kúbversk, heldur mexíkósk. Margir vita eflaust að kvikmyndin frá 1983 var endugerð […]

Scarface í Bíó Paradís

Næsta helgi 31. janúar – 2. febrúar verður tileinkuð meistaranum Brian de Palma í Bíó Paradís. Í boði verða þrjár úrvalsmyndir í leikstjórn Brian de Palma sem ómissandi er að sjá á hvíta tjaldinu. Veislan byrjar á föstudaginn kl. 20.00 með sálfræðihryllinum Dressed to Kill frá 1980, þar sem besta morðsena Brian De Palma, að eigin sögn, […]

Pacino hafnaði Han Solo og John McClane

Sumir leikarar fá einfaldalega of mikið af góðum tilboðum, eða amk. mætti halda það um stórleikarann Al Pacino. Pacino sat fyrir svörum í Palladium í London um helgina og ræddi þar meðal annars fræg hlutverk sem hann hafnaði, en á meðal þeirra er hlutverk Han Solo í Star Wars.  „Ég hefði getað leikið í Star […]

Pacino og Walken fara út á lífið

Stiklan fyrir Al Pacino myndina Stand Up Guys var að detta á netið. Ef melankólísk en gamansöm mafíósamynd með þéttum leikhóp og góðu tvisti hljómar vel fyrir þér mæli ég samt með því að þú sleppir því bara að horfa á stikluna og lesa restina af þessari frétt, og merkir bara útgáfudagsetningu myndarinnar í dagbókina. Hún […]

Al Pacino hlýtur Razzie-tilnefningu

Tilnefningarnar til Hindberjaverðlaunanna eða Golden Raspberries („Razzies“) hafa verið tilkynntar. Þau eru veitt árlega fyrir það versta úr kvikmyndaheiminum, þar sem markmiðið er að skamma þá sem stóðu sig illa. Svona hálfgerð andstæða við Óskarinn. Lesendum til mikillar ánægju fékk sorpfjallið Jack & Jill heilar 14 tilnefningar, og var gamli (svokallaði) fagmaðurinn Al Pacino einn […]

Al Pacino er skúrkurinn í Aulanum ég

 Ef hlutirnir virka einu sinni þá er nánast bókað að það verði gerð framhaldsmynd, ég tala nú ekki um ef það er teiknimynd. Nú er í framleiðslu framhaldið af Despicable Me sem kom út árið 2010 og var með þeim Steve Carrell og Jason Segel í aðalhlutverkum. Framhaldið ber það frumlega nafn Despicable Me 2 […]

Ný Scarface mynd í bígerð

Universal Pictures stendur nú í því ferli að finna handritshöfunda til að skrifa þriðju útfærsluna á Scarface myndunum frægu. Sú fyrsta var gefin út árið 1932 og fylgdi Ítalanum Antonio ‘Tony’ Camonte á meðan hann reis upp valdastigann í glæpasamtökum Chicago borgar. Endurgerðin, sem flestir ættu að þekkja, kom út árið 1983 en fylgdi nú […]

Scorsese og De Niro saman á ný

Í nýlegu viðtali við The Digital Spy staðfesti Martin Scorsese að næsta mynd sem hann ynni við yrði með stórleikaranum Robert De Niro. De Niro og Scorsese eru mestu félagar og hafa unnið saman við myndir á borð við Taxi Driver og Goodfellas. Myndin sem þeir ganga í næst mun bera heitið The Irishman og […]