Þegar fyrsta Iron Man myndin kom í bíó á sínum tíma, sumarið 2008 nánar til tekið, logauðu bæði nörda- og gagnrýnendaheimurinn. Skiljanlega svosem … Iron Man var fyrsta myndin frá (á þeim tíma…) glænýja Marvel-stúdíóinu og kom ferli leikarans Robert Downey Jr. á flug sem aldrei fyrr. Myndin er með 94% á Rotten Tomatoes, 79% á Metacritic og jafnvel enn þann dag í dag telja margir hana vera eina af betri myndum Marvel kanónunnar.
En áður en leikstjórinn Jon Favreau startaði þessari seríu hafði hann hrósað Christopher Nolan stíft og opinberlega fyrir að hafa endurmótað ofurhetjugeirann með Batman Begins fyrir DC…
… þannig að hann ákvað að gera akkúrat það sama fyrir Marvel. Bara í léttari dúr.
Skoðum aðeins samanburðinn – á einni mínútu!
(Tekið úr Bíótals-gagnrýninni fyrir Iron Man 2, birt 2010 – þulur er Sindri Gretars)