Street Trash (1987)

Kæru lesendur, þessi föstudagur fer að renna sitt skeið, og ætla ég að henda inn einni umfjöllun áður en það gerist. Mér langar að taka fyrir mynd að nafni Street Trash, frá árinu 1987.

Þegar eigandi búðar sem selur áfengi finnur nokkrar flöskur af eldgömlu búsi, ákveður hann að selja hverja flösku á dollara. Drykkurinn er það sætur að hann fær mann til að bráðna….bókstaflega.

Söguþráður myndarinnar er fjörlegur, mikið gerist út myndina og persónurnar lenda í athyglisverðum aðstæðum. Þessi mynd inniheldur allt frá kynlífi til dauðsfalla, eins og maður myndi búast við af ’80s hryllingi. Myndin gerist hér og þar, en aðal staðsetning myndarinnar er ruslahaugur sem er stjórnað af Frank (Pat Ryan – The Toxic Avenger/Class of Nuke’em High), og hann er ekki ánægður með það að þurfa að hýsa þá heimilislausu, sem eru búnir að gera sér frumleg híbýli úr hinu og þessu. Myndin er dimm í anda, allt drulluskístreet-trash-yellow-gootugt og sviksamt, en líkamlega er hún nokkuð upplýst og björt. Leikur myndarinnar er til fyrirmyndar, Mike Lackey sem Fred er stórgóður og Pat Ryan veldur ekki vonbrigðum sem slímugi feiti gaurinn. Myndinni er leikstýrt af Jim Muro, og er þetta jafnframt eina kvikmyndin hans sem leikstjóri. Það eru flott skot og flottir rammar í þessari mynd og tæknibrellurnar eru gríðarlega góðar. Fólk bráðnar á skemmtilegan, litríkan og ógeðfelldan hátt, allt rosalega vel gert og meira en áhorfanlegt. Klipping og tónlist myndarinnar passar vel við, ’80s hljómborð og svona…auðvitað.

Þetta er ekta sleaze B-mynd. Fellur vel inn í ’80s hristinginn og er ofarlega á mínum lista. Ég vill benda á rýmingarsölu hjá vídjóheimum, hún byrjar 14:00 á morgun og allir velkomnir.