Stjörnur verða meðaljónar

Nýr og spennandi raunveruleikaþáttur, The Same Name, er nú væntanlegur frá CBS sjónvarpsstöðinni bandarísku. Í þáttunum á venjulegt fólk sem heitir sama nafni og frægt fólk að skipta við það á hlutverkum.

Til dæmis þá gæti pípulagningamaður að nafni John Goodman skipst á hlutverkum við leikarann John Goodman, en leikarinn John Goodman myndi fara í pípulagnirnar, eða að fótaaðgerðafræðingurinn Angelina Jolie myndi skiptast á hlutverkum við leikkonuna Angelinu Jolie.

Um þetta er lítið meira sagt í bandarískum netmiðlum, en það verður spennandi að fylgjast með framvindunni. Íslensk útgáfa gæti líka orðið skemmtileg!