Star Trek XI plaköt

 Paramount Pictures gáfu út plaköt fyrir Star Trek XI, sem er án efa ein stærsta vísindaskáldskapsmynd næsta árs, en henni er leikstýrt af engum öðrum en J.J. Abrams (Lost, Alias, Cloverfield). J.J. Abrams hefur sýnt gríðarlegan metnað í verki hingað til, en hann hefur fengið til liðs við sig fína handritshöfunda (Transformers, Mission: Impossible III) og mjög góða leikara, þar á meðal Simon Pegg og Winona Ryder.

Plakötin voru sýnd á Comic Con hátíðinni sem lauk nú fyrir stuttu og má sjá hér fyrir neðan, smellið á þau fyrir betri upplausn.

Star Trek XI kemur í bíó í maí á næsta ári, kíkið á undirsíðu myndarinnar til að horfa á teaserinn!