Stallone og Schwarzenegger voru óvinir

Harðjöxlunum Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger líkaði illa hvor við annan í tuttugu ár. Þeir leika núna saman í spennumyndinni Escape Plan.

THE TOMB

„Okkur var mjög illa við hvorn annan í tuttugu ár. Þetta sýnir að það er erfitt að eignast góðan óvin,“ sagði Stallone á frumsýningu myndarinnar í New York-borg. „Á endanum fer maður að kunna að meta þá. Kannski komumst við þangað sem erum núna vegna þess að við vorum í svona mikilli samkeppni.“

Stallone er 67 ára en Schwarzenegger er ári yngri. Núna kemur þeim vel saman og voru duglegir við að hrekkja hvorn annan á meðan á tökunum stóð.