Stallone langaði að kyrkja Arnold

Sylvester Stallone langaði til að „kyrkja“ Arnold Schwarzenegger á hverjum einasta degi á hápunkti frægðar þeirra.  stallone

Þessir fyrrum keppinautar um kvikmyndahúsagesti eru núna góðir vinir og leika einmitt saman í The Expendables 3.

„Hefur ykkur langað að kyrkja einhvern á hverjum einasta degi? Þetta var orðið svo slæmt að við hættum alveg að tala saman og gátum ekki verið í sama herbergi,“ sagði Stallone.

„Við komum fram á sjónarsviðið á sama tíma og vorum frumkvöðlar í hasarmyndunum, þrátt fyrir að ég hafi verið á undan, og við vorum miklir keppnismenn.“

Hinn 68 ára Stallone kenndi Schwarzenegger um að hafa reynt að eyðileggja feril sinn með því að koma af stað orðrómi um að hann vildi hlutverk í Stop! Or My Mom Will Shoot, sem varð til þess að Stallone vildi ná hlutverkinu á undan honum. Stallone varð að ósk sinni en myndinni gekk hörmulega á sama tíma og Schwarzenegger fékk mikið lof fyrir Terminator 2.

„Ég heyrði að Arnold vildi leika í myndinni og þá sagðist ég vilja hlutverkið. Hann gabbaði mig. Hann hefur alltaf verið snjall.“