Spider-Man líður vel á toppnum

Ofurhetjukvikmyndin Spider-Man: Far from Home, sat áfram í fyrsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans nú um helgina, aðra vikuna í röð, og skaut þar með þremur nýjum myndum ref fyrir rass, myndunum Stuber, sem fór beint í þriðja sæti listans, Crawl, sem fór beint í fjórða sætið og Out Stealing Horses, sem fór beint í fjórtánda sæti aðsóknarlistans.

Annað sæti listans féll Toy Story 4 í skaut, aðra vikuna í röð, en myndin er fyrrum toppmynd listans.

Sjáðu aðsóknarlistann í heild sinni hér fyrir neðan: