Fyrsta opinbera Bond-framhaldsmyndin, Quantum of Solace, var frumsýnd um helgina í bandaríkjunum og skilaði heldur betur óvæntum árangri.
Solace náði toppsætinu léttilega og skilaði $70,4 milljónum á þremur dögum, sem gerir þetta að stærstu opnun fyrir Bond mynd allra tíma, og fyrir seríu sem er búin að vera virk í meira en 40 ár verður það að teljast nokkuð magnað.
Opnunartölur Solace skákuðu Die Another Day, sem í denn var með stærstu Bond opnunina með $47 milljónir á einni helgi.
Þetta sýnir okkur aðeins það hversu vel fólk er að fíla Daniel Craig í hlutverkinu, en að margra mati er hann besti Bond-inn síðan Sean Connery.

