Smith og Robbie halda fókus

FOCUS_Main_PosterSambíóin frumsýna kvikmyndina Focus þann 6.mars. Myndin fór beint á toppinn í USA en Will Smith leikur reyndan svikahrapp sem ákveður að að æfa unga konu og leyfa henni um leið að vera með í næsta verkefni.

Hér er á ferðinni létt og skemmtileg mynd sem allir geta haft gaman af enda líkleg til vinsælda. Handritshöfundar og leikstjórar eru þeir Glenn Ficarra og John Requa sem eiga m.a. að baki myndirnar I Love You Phillip Morris og Crazy, Stupid, Love, auk þess sem þeir skrifuðu m.a. handritið að Bad Santa. Í aðalhlutverkum eru þau Will Smith og ástralska leikkonan Margot Robbie, en hún vakti mikla og verðskuldaða athygli á síðasta ári þegar hún lék í The Wolf of Wall Street.

Will Smith leikur hér blekkingameistarann Nicky sem lifir góðu lífi á peningum þeirra sem honum hefur tekist að svindla á í gegnum árin. Dag einn hittir hann nýgræðinginn Jess Barrett þegar hún reynir með þokka sínum að blekkja hann og kúga síðan út úr honum pening ásamt samverkamanni sínum. Nicky fellur að sjálfsögðu ekki í gildruna en ákveður í framhaldinu að leyfa Jess að vinna með sér í nýjasta verkefni sínu og kenna henni um leið nýjustu trixin í bókinni.

Það á hins vegar eftir að reyna verulega á samstarfið þegar verkefnið fer að hluta til úrskeiðis á sama tíma og samband Nickys og Jess verður nánara en til stóð. En kannski er það bara hluti af fléttunni því eins og þeir segja í bransanum þá hættir blekkingameistarinn aldrei að blekkja.

Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Keflavík og Akureyri, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi.